audurilitminnstVið höldum áfram að vera mildar og máttugar. Óskum hver annarri árs og friðar.  Og þökkum fyrir dýrmæta samveru og samhug á árinu.  Við styrkjum og styðjum starfið með nærveru og með því að fylgjast með því og hafa áhuga á því.   Þegar nýtt ár byrjar getum við hugsað til okkar eigin lífs og litið um öxl og fram á við.  Allt í kærleika  og friði hjarta okkar.  Jesús sagði okkur að sýna sjálfum okkur umhyggju, sömu alúðina og við viljum sýna öðrum og fá líka frá þeim.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir