Hittumst og tölum saman um það hvernig við tölum saman.

Boðað er til samræðu- og fræðslufundar mánudaginn 19. september kl. 16:00-17:30 á fjórðu hæðinni á Biskupsstofu, en það er í samræmi við hugmyndina sem kom upp í 40 ára vígsluafmæli sr. Auðar Eir. Örþingsnefnd kirkjunnar, FPK og Kvennakirkjan munu standa að þessum fundum sem áætlað er að hafa 1 x í mánuði. Yfirskrift fyrsta fundarins er: Hvernig tölum við saman ?
sr. Jóhanna Magnúsdóttir flytur erindi á þessum fyrsta fundi okkar og á eftir verða umræður og kaffitár. Sveinbjörg Pálsdóttir sér um að hafa stjórn á okkur, og svo tölum við saman.