Kvennakirkjan leggur í Haustferð til Selfoss laugardaginn 24. september.  Förum frá BSÍ kl. 11 og röðum okkur í bílana hjá þeim sem keyra. Drekkum kaffi og förum í búðir og göngum um götur.Heimsækjum séra Guðbjörgu í kirkjuna og höfum helgistund. Setjumst og fáum okkur veitingar og tölum saman um starfið framundan.