huldahÞótt Ísland sé friðsælt á yfirborðinu spyr maður sig spurninga um aukna neikvæða umfjöllun um kristni og kirkju. Hver eru viðbrögð okkar við trúarbrögðunum, lífskoðunar- og vantrúarfélögunum og ólíkri siðfræði?  Og ef við lítum enn frekar á hið stóra samhengi hlutanna þá vaknar spurningin um hver sé í raun ástæðan fyrir því að félagsgjöldin til kirkjunnar, sóknargjöldin fást ekki greidd til sóknanna af hendi ríkisins?  Og hver var ástæðan fyrir breytingu á lögum um sóknargjöld?  Er ástæðan bara hrunið eða er þetta ein stjórnunarleiðin.  Er andleg velferð þjóðarinnar hunsuð?   Hvernig bregðumst við við?  Það er þörf  á því að við tölum saman og viðrum hugsanir okkar og finnum út hvernig best er að bregðast við.

 

Bestu kveður,  Hulda Hrönn M. Helgadóttir