POSTULASAGAN

Postulasagan er frásagan af því hvernig fagnaðarerindið barst út um heiminn strax á fyrstu öldinni.  Höfundurinn er Lúkas læknir sem skrifaði Lúkasarguðspjall en Postulasagan er framhald þess.  Hún byrjar þar sem guðspjallið endar.  Lúkas ferðaðist með Páli og segir mest af starfi hans en líka frá starfi Péturs og Jóhannesar.  Hann segir frá nokkrum konum sem sumar voru forystukonur.  Postulasagan er afar spennandi saga um ferðalög og margskonar átök, ofsóknir og þrautseigju en fyrst og fremst um fögnuð í trúnni á upprisinn Jesúm Krist og mátt heilags anda Guðs sem kom í Jesú.  Hún segir frá söfnuðunum sem urðu til í heimalandinu og út um veröldina og þá meistaralegu lausn sem fannst á fyrirkomulagi starfsins.