Postulasagan segir líka frá nýjum átökum

Trúin á Jesúm Krist krossfestan og upprisinn var aðalatriði trúarinnar.  Hún olli engum deilum innan safnaðanna.  Heldur ekki þegar fólk utan gyðingatrúarinnar vildi ganga í kirkjuna.  Þá var samþykkt að það fólk þyrfti ekki að fylgja siðum gyðingatrúarinnar, umskurn, sabbatshefðum,  mataræði og fórnum, heldur taka milliliðalaust á móti trúnni á Jesúm Krist.  En trúin á upprisu  Jesú olli miklum deilum við Gyðingana.   Gyðingarnir hlutu að snúast gegn fagnaðarerindinu eins og fólki gerði þegar Jesús boðaði það sjálfur.  Þau sáu ekki að fagnaðarerindið um að Jesús var opinberun Guðs og aðalatriði Ritningar þeirra.  Trúfestin við fagnaðarerindi kirkjunnar um upprisuna olli ofsóknum Rómverjanna.  Rómverska ríkið veitti öllum trúfrelsi en krafðist hollustu við ríkið og tilbeiðslu keisarans.  Hvorki Gyðingar né kristið fólk vildi tilbiðja keisarann en kaus frekar að þola ofsóknir.  Kirkjan átti lika i átökum vegna ýmissa trúarbragða í kringum sig, stjörnuspádóma,   andasæringa og leynifélaga.  Fólk laðaðist að kristninni  af því að það leitaði að dýpri trú, líka dýpri en trúnni á fjölmarga guði Grikkja og Rómverja sem mörgum þótti ekki langur traustsverð.