,,Saman með hjálp Guðs“ – Jólahugvekja sr. Huldur Hrannar jólin 2020

Jólahugleiðing sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur á upptöku sem birtist á fésbókarsíðu Kvennakirkjunnar árið 2020.

 Saman með hjálp Guðs.    

     Elsku Guð: Umvefðu okkur kærleika þínum og nálægð. Opna þú hjörtu okkar og tala þú til okkar, blessaðu okkur þessa stund.  Í Jesú nafni.  Amen. 

     Náð sé með þér og friður frá Guði.

     Því svo elskaði Guð heiminn, því svo elskaði Guð þig og mig, að hún ákvað að setja ekki nefnd í málið heldur gaf einkason sinn  til að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3:16)  Ást Guðs er mikil okkur til handa.  Og um jól fögnum við fæðingu frelsarans.  Til okkar berst ljómandi dýrð Drottins og orð engilsins frá Betlehemsvöllum sem mælti til hirðanna.  „Sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, yður er í dag frelsari fæddur.”(Lk.2:10-11)   Fögnuður og frelsi eru yndisleg orð.  Og ekki einungis orð heldur gjafir sem okkur eru gefnar af ást Guðs.

     Það var talsvert lagt á Maríu að fá þetta hlutskipti að bera son Guðs í heiminn.  Jesús varð elstur 7 barna hennar.  Ef til vill átti hún fleiri börn en það vitum við ekki .  Alla vega átti hún 4 drengi og tvær stúlkur.  Svo Jesús átti nóg af systkinum.  Svo það má ætla að það hafi oft verið fjör á þeim bæ eins og annars staðar þar sem mörg systkini koma saman og annir miklar.  María var 12-15 ára þegar hún var útvalin til að gegna mikilvægu hlutverki sem ekki var auðvelt, en hún átti trú  á Guð og trú á kraftaverk og andi hennar gladdist í Guði.  Og hún var ekki ein.  Elísabet frænka hennar hafði einnig hlotið blessun, orðið barnshafandi þrátt fyrir að vera hnigin […]

Prédikun Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju

Prédikun Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju 27. september 2020 í Guðsþjónustu Kvennakirkjunnar.

Róm 3:23, Matt.5:48, Jóh.3:7,

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Stundum skilur maður ekkert í Biblíunni. Og er það enginn furða því þar er talað m.a. um liðna atburði sem eru um leið sístæðir og inn í annan samtíma, og notuð voru þrjú tungumál til að skrifa hana.  Það eru margir staðir í Biblíunni sem ég hef ekki skilið í gegnum árin en síðan hefur maður komist til vits og þroska,  kynnt sér menningararfleifðir, rýnt í guðfræði og þá sérstaklega kvennaguðfræði og textarnir hafa lokist upp.

Svo var farið um textana í Rómverjabréfinu og Matteusarguðspjalli.  Annars vegar eru það orð Páls og hins vegar orð Jesú.  Þessir textar virðast vera á ská og skjön.  Annas vegar segir Páll að allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð og hins vegar segir Jesú okkur að vera fullkomin.  Alveg frá ég var barn hef ég ekki skilið samhengi þessi texta að fullu svo nú ákvað ég að gefa mér tíma til rýna betur í þá og horfða þá sérstakleg til orða Jesú.  Ég hef aldrei getað gleypt það hrátt að Jesús hafi ýjað að fullkomnunaráráttu.

Þegar ég fór að skoða orð Jesú nánar þá kom auðvitað annað í ljós.  Engin fullkomunarárátta.  Það er þannig mál með vexti að Nýja textamentið er þýtt úr grísku.  Og Jesú talaði arameisku sem var tungumálið m.a. í Ísrael (Abraham var frá Armeníu).  Orðið sem þýtt er fullkomin merkir svipað á grísku og arameisku, að vera þroskuð eða heil.  Við eigum að þroskast og vaxa og verða heilar.  Svo kemur þetta með föðurinn.  Jesús notaði ekki orðið faðir heldur orð á arameisku sem getur merkt foreldri eða skapari (stofnandi) og er kynlaust orð.  […]

Prédikun sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju í febrúar 2020

Týnd drakma Lk.15:8-10

Predikun í Kvennakirkjunni Neskirkju 16.02.20

Afmæli Kvennakirkjunnar 27 ára

Bæn:  Elsku Guð þakka þér fyrir gleði þína og ást.  Gefðu okkur hugrekki og trú á þig og hjálp þína.  Endurnýjaðu okkur.  Amen.

Náð sé með ykkur og friður frá Guði.

Hvað vitum við og hvað ekki?  Hvað hefur okkur verið sagt og hvað ekki?

Þegar við skoðum Biblíuna þá lesum við sögur í G.t. af hetjum, kvenhetjum eins og Rut, Ester, Debóru og Júdit.  En á tímum N.t. þegar Jesús gengur um stræti og torg er þeim ekki til að dreif.  Við lesturinn, sjáum við sveiflur eftir tímabilum í afstöðunni til kvenna og réttinda þeirra eins og t.d. í Dómarabókinni.

Ef við skoðum Lúkasarguðspjall sérstaklega sem er 24 kaflar,  þá eru hvorki meira né minna en 27 sögur þar sem Jesús segir sögur sem tala annars vegar til karla og hins vegar til kvenna.  Einn af þessum textum var lesinn hér áðan um týndu drökmuna.  Á undan henni fór lík saga um karlinn sem fann týnda sauðinn.  Þeirri sögu hefur verið haldið meira á lofti en sögunni um drökmuna.  Já Jesús talaði bæði til kvenna og karla með því að taka dæmi úr reynsluheimi beggja kynja og líkja Guði við bæði kynin.

Og ef við bregðum fyrir okkur nútíma viðskiptafræðilegu málfari þá markaðsetti Jesú fagnaðarerindið bæði fyrir konur sem karla.  Er ekki dásamlegt að heyra þetta?  Og er ekki stórundarlegt í þessu ljósi að einhverjum hafi dottið í hug að draga í efa jafnréttið í guðspjöllunum og spyrja sig þeirra fáránlegu spurningar hvort konur hafi verið í lærisveinahópi Jesú?  Er það nú líklegt að Jesús hafi verið að taka dæmi úr reynsluheimi kvenna fyrir karlana?  Nei ég held að það segi sig sjálf að hann hafi verið að tala við  […]

Prédikun Huldu Hrannar í Grensáskirkju í mars 2019

Kærleikurinn

Predikun í Kvennakirkjunni – Grensáskirkju 17 mars 2019

I.Kor.13:1,13

 

Við skulum biðja:

Elsku Guð, við biðjum þig um að umfaðma okkur með kærleika þínum.  Kom þú til okkar.  Opna þú hjörtu okkar svo við séum fær að taka á móti  lífgefandi afli kærleikans. Láttu kærleik þinn vinna sitt verk svo að vonin og trúin sé sterk.  Í Jesú nafni.  Amen.

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Ég ætla að íhuga um stund kærleikann og leitast við að kafa dýpra í merkingu hans og hvernig hann getur haft áhrif inn í líf okkar.  Það er þörf á að efla kærleikann með því að taka hann til umfjöllunar og dýpka skilning okkar á honum.   E.t.v. er einnig þörf á að spyrja sig hvort við séum á flótta frá kærleikanum þó við séum á sama tíma að leita að mennsku okkar.  Kærleikann er hægt að nota sem hugmyndafræði. Kærleikur Guðs hefur áhrif á okkur og umfaðmar okkur og hefur heilsusamleg áhrif, því kærleikurinn og ástin er læknandi afl, opnandi og lækkar varnarmúrana,

Kærleikurinn er nefnilega afl.  Komið frá Guði.  Því uppspretta kærleikans er hjá Guði.

Eins og segir í I. Jóhannesarbréfi: 
„Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.“ (I.Jóh.4:10)

Já Guð er miskunnsamur og elskar okkur, hvert og eitt (hverja og eina).  Í því liggja gæði okkar.

En hvaða mynd höfum við af kærleikanum?  Hann hefur stundum verið okkur konum fjötur um fót þar sem það hefur verið ætlast til þess að við værum svo góðar og kærleiksríkar.  Og oftar en ekki höfuð við fengið skakka mynd af honum.

Ég veit ekki hvernig þú túlkar kærleikann en stundum hef ég á tilfinningunni að sumir túlki orðið þannig að það merki að […]

Gleðin – Prédikun flutt í Breiðholtskirkju 18. nóvember 2018

Gleðin predikun í Breiðholtskirkju 18.11.18, Neh.8:1-12

Bæn:  Elsku Guð, þakka þér fyrir að þú frelsar okkur, þakka þér fyrir gleði þína. Við biðjum þig um að gefa okkur fullt af gleði í frelsinu.  Í Jesú nafni.  Amen.

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Ég ætla að gera gleðina að umtalsefni.  Og ekki bara einhverja gleði heldur gleði Guðs.  Í Esekíel segir að gleði Guðs sé styrkur okkar.  Það er bara ekkert annað!  Ég er viss um að við hefðum getað talið upp flest annað sem væri styrkur okkar en gleðin t.d. hvað við erum skemmtilegar, skrifum vel, færar í fótbolta eða hverjir allir þessir eiginleikar og hæfileikar eru nú.  Því hefur verið haldið fram að við Lútheranar séum nú ekki svo glaðleg, þar sem við höfum víst tilhneigingu til að hanga meira í syndinni frekar en að lifa frelsinu.  Líklegast er eitthvað til í því.  Sjaldan er gleðin er hafin upp til vegs og virðingar í kirkjunni og er ein ástæðan sú að fólkið í söfnuðunum er á mismunandi stað í lífinu og alltaf eru einhverjir sem syrgja og eiga erfitt og á þeim tímapunkti erum við e.t.v. ekki tilbúin í gleðiumræðu.  Ég man þó til þess að gleðin hafi verið gerð af áhersluefni eitt árið innan kirkjunnar.

En gleðin kemur víða við í Biblíunni.  Og áhugavert finnst mér að sjá í Biblíunni að á gleðitímum brustu konur í gleðidans eins og t.d. spákonan Miriam.  Dans kemur víða við í Biblíunni og dans hefur sinn tíma.  Maður les jafnvel að karlar hafi dansað með miklum tilþrifum.  Við ættum ef til vill oftar að bresta í dans líkt og konurnar í Biblíunni því dansinn getur verið bæði tákn gleði og frelsis.  Já að lifa frelsinu sem Guð gefur […]

Prédikun Huldu Hrönn M Helgadóttur í innsetningu í Hallgrímskirkju

Prédikun Huldu Hrönn M Helgdóttur ,,Gestrisni og samstaða“ út frá texta Rómverjabréfs 12.13 í innsetningarmessu hennar til Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju 18. mars 2018

Náð sé með ykkur og friður frá Guði.

Það er ánægjulegt að koma til Kvennakirkjunnar og fá að þjóna hér saman meðal skapandi kvenna sem stunda kvennaguðfræði.  Það er spennandi og skemmtilegt að iðka þau fræði saman og opna glugga fyrir straumum Heilagrar andar sem endurnýjar, lífgar og blessar.

Í dag ætla ég að tala við ykkur um gestrisni og samstöðu.  Það hefur verið sagt að þetta séu ein helstu einkenni kristins fólks.  En tímarnir breytast og mennirnir með og nú er tekist á um það hversu gestrisin við eigum að vera og hversu mikil samstaða okkar eigi að vera.

Í Biblíunni erum við hvött til að sýna gestrisni.  Í Rómverjabréfinu segir:  „Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.“ (Róm.12:13)

Gestrisnin hefur margar hliðar.   Hún hefur haft þrönga skilgreiningu sbr. þegar þú tekur á móti einhverjum heima hjá þér eða býður einhverjum heim til þín að borða.  En við þurfum að skilgreina gestrisni víðar,  því hún er svo mikið meira, því hún er einnig innri gestrisni, sem kemur frá hjarta þínu.  Hvernig sýnir þú þína innri gestrisni?  Ert þú t.d. gestrisin gagnvart þeim sem eiga erfitt  eða þeim sem ganga þér við hlið í daglega lífinu?

Gestrisni er vinsemd, hún er að deila hvert með öðru, og nú á dögum eigum við víst erfitt með það segja þau sem vinna í kærleiksþjónustunni:   Gestrisni er það hvernig við tengjumst hvert öðru í því samfélagi sem lifum og hrærumst í.  Gestrisni felur í sér virðingu gagnvart hvort öðru, þótt við séum ólík innbyrðis,  og viðurkenna ófullkomleika okkar sjálfra og annarra.  Gestrisni er að opna hjörtu okkar og dyr fyrir þeim […]