Elína Hrund prédikaði við upphaf prestastefnu

Biðjum með orðum séra Hallgríms Péturssonar:

Láttu Guðs hönd þig leiða hér,
lífsreglu halt þá bestu,
blessuð hans orð sem boðast þér,
í brjósti og hjarta festu. Amen.

Náð sé með okkur og friður frá Guði skapara okkar og Jesú Kristi frelsara okkar. Amen.

Það var fjölmennt við morgunverðarborðið á prestssetrinu á Reykhólum í morgun. Þar sem morgnarnir byrja vanalega í kyrrð og ró var skemmtilegur erill. Það var ekki hellt  upp á einn bolla af kaffi heldur fulla könnu og morgunverðardiskarnir voru 8 en ekki einn. Það varð fjölgun upp á 7 manneskjur af báðum kynjum og á öllum aldri.  Við vorum öll að búa okkur undir ferðalag dagsins, stefnan var tekin á stefnuna, prestastefnuna á Ísafirði.

Og það er gott að vera komin hingað í dag,horfa yfir hér úr prédikunarstólnum og sjá öll þessi kunnuglegu andlit, við erum heppin að eiga hvert annað að.

Það er gott að vera prestur hér í Vestfjarðarprófastsdæmi þó erfitt sé fyrir okkur prestana hér að hittast til skrafs og ráðagerða. Fresta hefur þurft hérðasfundum fram á haust v.ófærðar að vori og hittingum ýmiss konar og  við sem erum á sunnanverðum kjálkanum ,,skreppum“ ekkert til að hitta kollegana hér fyrir norðan. Það er gott að vera hér prestur m.a. v. sögunnar: Því það var fyrir rétt 40 árum að hjón nokkur komu í eitt prestakall prófastsdæmisins og vildu fá að skoða kirkjuna og prestssetrið.
Formaður sóknarnefndar,sem þá var úti að stússa í garðinum spurði karlinn hvort hann hefði hug á að sækja um prestsembættið. Nei, sagði karlinn, það er konan.
Ekki er það verra, sagði formaðurinn þá. Og varð konan fyrst kvenna til að hljóta prestsvígslu á Íslandi og eru 40 ár í ár, hinn 29. september frá því að sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð fyrst kvenna […]

Prédikun í Garðakirkju 12. maí 2013

Guðspjallatextinn:
 Jesús tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum við upp til Jerúsalem og mun allt það koma fram sem spámennirnir hafa skrifað um Mannssoninn. Hann verður framseldur heiðingjum. Þeir munu hæða hann, misþyrma honum og hrækja á hann. Þeir munu húðstrýkja hann og lífláta en á þriðja degi mun hann upp rísa.“En þeir skildu ekkert af þessu, orð þessi voru þeim hulin og þeir skynjuðu ekki það sem sagt var.Lúkas 18: 31-34
(Leikmunur: Desilítramál, málband, og klukka)

Það var einu sinni lítil mús sem kom til töframanns og sagði honum að hún hefði mætt ketti. Músin var svo hrædd við köttinn að hún bað töframanninn að breyta sér í kött. Töframaðurinn var snjall og kenndi í brjóst um músina, og frá honum fór músin sem köttur. Stuttu síðar mætti kötturinn hundi. Hárin risu og hún hljóp hratt til vinar síns, töframannsins. Hún sagði honum raunasögu sína og bað hann fyrir alla muni að breyta sér í hund. Kötturinn sem áður var mús, gekk á fjórum fótum frá töframanninum en nú í líki hunds.
Hundurinn sem áður var köttur og þar áður mús, undi hag sínum vel í líki hunds. Allt þar til hundurinn mætti tígrisdýri, en þá spretti hann úr spori skelfingu lostinn. Ekki hægði hann á sér fyrr en hann var kominn til töframannsins á ný og bar upp enn eina óskina. Töframaðurinn var orðinn heldur leiður á þessu og hugsaði með sér: ,,Jæja þá í þetta síðasta sinn!” Og hundurinn sem áður var köttur og þar áður mús, fór nú út frá töframanninum sem tígrisdýr.
Tígrisdýrið drottnaði yfir gresjunni, og óttaðist ekkert. Enginn gat gert því mein.  Eða það hélt tígrisdýrið allt þar til það mætti manni, og maðurinn var með byssu.Tígrisdýrið hljóp […]

Virkjum innri kraft kvenna. Prédikun 21. janúar 2007

(Þetta er hvorki auglýsing fyrir Félag guðfræðinga né fyrir Fjölbraut í Garðabæ. Ég kem að þessum kassa rétt á eftir, en ég ætla að stilla honum upp hérna). Ég veit ekki hvernig ykkur leið þegar þið komuð hingað í kvöld. Sumum ykkur líður ef til vill bara nokkuð vel, lífið er bara ljúft á meðan að aðrar eru áhyggjufullar og eiga erfitt með að koma auga á dásemdir lífsins. Svona er þetta bara og svo getur þetta snúist við á morgun.
Við burðumst oft á tíðum með allt of margar birgðar í gegnum lífið. Við berum með okkur það sem við áttum einu sinni, það sem við eigum núna og það sem við komum til með að eiga. Ég las einu sinni skemmtilega sögu en hún var um þrjár konur sem allar þurftu að burðast með misþunga poka um hálsinn í gegnum lífið. Af hverju endilega um hálsinn fylgdi ekki sögunni enda er það alls ekki aðalatriði sögunnar, heldur er aðalatriðið hvernig þessar þrjár konur tókust á við byrgðar sínar. Allar höfðu þær tvo poka. Annan bundinn þannig að hann lá framan á magann og hinn þannig að hann lá niður eftir bakinu Fyrsta konan var algjörlega að bugast. Í pokanum sem hún bara á bakinu var allt það góða sem komið hafði fyrir hana í lífinu. Í pokanum sem hékk framan á henni voru allir slæmu hlutirnir sem höfðu komið fyrir hana. Stundum þá staldraði hún við og opnaði magapokann og tók upp úr honum þessa slæmu hluti og skoðaði þá og hugsaði um þá og setti þá svo aftur ofan í pokann og batt fyrir. Hjá annarri konunni voru allir góðu hlutirnir sem hún hafði gert um ævina í magapokanum. Henni fannst þeir svo […]

Ertu þar sem þú vilt vera? Prédikun 15. október 2006

Ég ætla bara rétt að vona að þú sérst einmitt núna þar sem þú vilt vera þ.e. hér í Breiðholtskirkju í kvöld að halda messu með Kvennakirkjunni. En erum við alltaf þar sem við viljum vera í lífinu? Ég er búin að vera að velta þessari spurningu fyrir mér að undanförnu. Ég held ég hafi loksins dottið niður á lausnina og komist að því, að ég fyrir mitt leyti er þar sem ég vil vera og ég ætla að segja ykkur hvernig ég komst að þeirri niðurstöðu. Ég ætla að færa ykkur lausnina í kvöld. Því eins og þið margar vitið þá lifum við í Kvennakirkjunni í lausninni.
Guðspjallið sem hún Gyða las áðan fyrir okkur er ein af mörgum uppáhaldssögum sem ég á í Biblíunni. Þessi frásögn um Jesú og vinkonur hans og vini úti á vatninu hefur verið mitt uppáhald allt frá því ég var lítil stelpa. Pabbi minn var sjómaður og það var oft sem við vorum hræddar systurnar um hann úti á sjó í vondum veðrum en þá huggaði þessi saga mig. Í dag legg ég aðeins annan skilning í boðskap hennar en ég gerði þá. Ég tel að þessi frásögn um Jesú og vinkonur hans og vini í bátnum í vonda veðrinu lýsi nokkuð vel á hvern hátt við bregðumst við aðstæðum í lífinu og hvernig Guð kemur inn í þær aðstæður og hvernig við getum í trú hvílt í hendi Guðs. En fyrst ætla ég að segja ykkur sögu sem ég las fyrir nokkrum árum, sögu sem fjallar um páfagaukinn hana Betu og daginn sem hún lenti í ótrúlegum hrakningum. Eigandinn hennar Betu, hún Hanna, hugsaði alltaf afskaplega vel um hana, það var alltaf nógur matur og vatn og Beta […]

Messa í Breiðholtskirkju 13. nóvember 2005

Við erum búnar að vera hittast nokkrar konur á námskeiði hjá Kvennakirkjunni sem við nefnum Reiðin, gæska hennar og vinátta. Við hittumst og tölum saman um reiðina. Hvort við verðum reiðar og þá hvers vegna og við veltum því fyrir okkur hvort reiðin sé vond eða góð. Við höfum misjafnar skoðanir á því, sumar okkur er á því að reiðin sé vond það geti ekki verið neitt gott við hana á meðan aðrar telja að við getum notað reiðina til góðra verka og þá sé hún góð. Ég held að niðurstaða námskeiðsins verði sú að reiðin sé bæði góð og vond.
Ef við göngumst við þessari tilfinningu sem sum okkar kannast varla við að hafa fundið á meðan önnur ganga með henni daglega þá held ég að lífið eigi eftir að verða skemmtilegra fyrir okkur öll. Við þurfum að læra að stjórna reiðinni en ekki láta hana stjórna okkur.

Reiðin er eðlileg tilfinning, hún er gjöf frá Guði. Jesús var óhræddur við að reiðast. Hann varð t.d. öskureiður þegar fíkjutréð var fíkjulaust þegar hann langaði í fíkju og hann hrópaði á það að það skildi sko aldeilis ekki bera neinar fíkjur framar. Og þegar hann kom í musterið og sá hvar þar var verið að stunda verslun og viðskipti með hinar ýmsu vörur sem fólk þurfti að nota við helgiathafnirnar þá ruddi hann um borðum og lét allófriðlega. En hann stjórnaði þessari mögnuðu tilfinningu sem reiðin er, hann lét ekki stjórnast af henni. Hann barðist fyrir málefnum sínum en hann gætti þess alltaf að njóta líka lífsins um leið.

Og það er það sem við þurfum líka að æfa okur í að gera. Við eigum ekki að afneita reiðinni eða reyna að bæla hana niður. Hvað hefði gerst […]

Aðventumessa í Laugarneskirkju 5. desember 2004

Í fyrra á aðventunni hitti ég eina vinkonu mína á förnum vegi. Hún hafði ekki tíma til að tala við mig heldur hljóp áfram og sagði: ,,Ég hef ekki tíma til þess að tala við þið núna, ég á eftir að skreyta allar jóagjafirnar, kaupa allt húsið, baka jólakortin og skrifa smákökurnar.”
Þessi sama vinkona mín kom til mín núna í nóvember og sagði mér að hún gæti ekki hugsað sér að upplifa aðra eins aðventu og í fyrra. Svo ég ákvað að gefa henni nokkur einföld ráð og í kvöld ætla ég að gefa ykkur þessi ráð og ég vona að þið getið notað þau eins og vinkona mín. Sem sagt þá ætla ég að segja ykkur í kvöld hvernig ég og Guð njótum aðventunnar saman.

Við byrjum á því að fara í blómabúð eða einhverja aðra búð sem selur kerti. Mér finnst voða gott að fara í Blómaval vegna þess að ég bý hérna í hverfinu. Þegar við komum inn í búðina þá göngum ákveðnum skrefum að kertadeildinni og kaupum okkur kerti með piparkökulykt eða einhverri annarri kökulykt. Ég keypti t.d. þetta kerti núna í vikunni, það er með svona kryddlykt, ekkert ósvipaðri lykt og kemur af nýbökuðum piparkökum.

Það næsta sem við gerum er að fara út í búð þ.e. svona matvöruverslun, helst í Bónus eða Krónuna, því það er hagstæðast fyrir budduna okkar, en annars ráðið þið því alveg í hvaða búð þið farið. Þegar inn í búðina er komið þá gangið aftur þessu ákveðnum og öruggu skrefum að hillunum þar sem allar dásamlegu tilbúnu smákökurnar eru. Allar tegundirnar sem búið er að baka fyrir okkur. Þið kaupið nokkrar sortir, allt eftir því sem ykkur langar í og líst á. Það er mjög sniðugt […]

Vináttan. Prédikun í Seltjarnarneskirkju 21. mars 2004

Loksins, loksins fæ ég að predika, ég er búin að bíða og bíða og mér liggur svo mikið á hjarta að ég ætla bara að byrja predikun mína á leiðinni upp í predikunarstólinn.

Ég veit ekki hvort þið vitið það en það er svo sárasjaldan sem guðfræðingar, og svo ég tali nú ekki um nýútskrifaðir guðfræðingar, fá tækifæri til þess að predika í kirkjum landsins að ég ætla svo sannarlega að nýta þetta tækifæri vel.

Mér finnst rétt að vara ykkur við, því að afleiðing þess að við erum beðin svo sjaldan að predika er sú að okkur hættir til að reyna að koma öllu fagnaðarerindinu fyrir í einni predikun og sé ég ekki ástæðu til að breyta út frá því og byrja því á byrjuninni: Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

Nei að sjálfsögðu er ég að stríða ykkur pínulítið og byrja bara á Nýja testamentinu, það er svo miklu styttra. Nei nú skal ég hætta að hrekkja ykkur, þetta er ekki nema svona um það bil klukkustundar löng messa og ég má víst ekki tala allan tímann. Og samkvæmt rannsóknum þá heldur fólk yfirleitt ekki einbeitingu lengur í einu en í svona fimm til sjö mínútur þegar verið er að hlusta á talað orð. Fólk fer að láta hugann reika og orðið sem verið er að boða, ef um predikun er að ræða, fer fyrir ofan garð og neðan. Fólk fer að velta fyrir sér hvernig kirkjuvörðurinn skipti eiginlega um perur þegar þær springa eða hversu undarleg þessi altaristafla sé nú eða af hverju það sé ekki nein altaristafla.

En þegar ég fór að velta efni þessarar predikunar fyrir mér, en við höfum sjaldan í Kvennakirkjunni verið að eltast við fyrirfram ákveðnar textaraðir, þá kom textinn […]