Messa í Breiðholtskirkju 13. nóvember 2005

Við erum búnar að vera hittast nokkrar konur á námskeiði hjá Kvennakirkjunni sem við nefnum Reiðin, gæska hennar og vinátta. Við hittumst og tölum saman um reiðina. Hvort við verðum reiðar og þá hvers vegna og við veltum því fyrir okkur hvort reiðin sé vond eða góð. Við höfum misjafnar skoðanir á því, sumar okkur er á því að reiðin sé vond það geti ekki verið neitt gott við hana á meðan aðrar telja að við getum notað reiðina til góðra verka og þá sé hún góð. Ég held að niðurstaða námskeiðsins verði sú að reiðin sé bæði góð og vond.
Ef við göngumst við þessari tilfinningu sem sum okkar kannast varla við að hafa fundið á meðan önnur ganga með henni daglega þá held ég að lífið eigi eftir að verða skemmtilegra fyrir okkur öll. Við þurfum að læra að stjórna reiðinni en ekki láta hana stjórna okkur.

Reiðin er eðlileg tilfinning, hún er gjöf frá Guði. Jesús var óhræddur við að reiðast. Hann varð t.d. öskureiður þegar fíkjutréð var fíkjulaust þegar hann langaði í fíkju og hann hrópaði á það að það skildi sko aldeilis ekki bera neinar fíkjur framar. Og þegar hann kom í musterið og sá hvar þar var verið að stunda verslun og viðskipti með hinar ýmsu vörur sem fólk þurfti að nota við helgiathafnirnar þá ruddi hann um borðum og lét allófriðlega. En hann stjórnaði þessari mögnuðu tilfinningu sem reiðin er, hann lét ekki stjórnast af henni. Hann barðist fyrir málefnum sínum en hann gætti þess alltaf að njóta líka lífsins um leið.

Og það er það sem við þurfum líka að æfa okur í að gera. Við eigum ekki að afneita reiðinni eða reyna að bæla hana niður. Hvað hefði gerst […]

Messa í Seltjarnarneskirkju 27. febrúar 2005

Við höldum áfram að óska hver annarri til hamingju með afmælið. Kvennakirkjan er tólf ára og þess vegna lásum við textann um það þegar Jesús var tólf ára í musterinu. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætti að vera í húsi Guðs, og orðin geymdu það í sér að hans biði sérstakt hlutverk sem biði hans eins. Við eigum líka að vera í húsi Guðs.
Við höfum líka sérstakt hlutverk. En það er ekki einstakt fyrir okkur aleinar, eins og það var einstakt fyrir hann að verða frelsari heimsins, hann einn, hann sem var Guð sem kom. Við eigum hlutverk okkar með allri kirkjunni sem Jesús stofnaði og hefur annast alltaf síðan, hughreyst og leiðrétt og hvatt til að standa vörð um sannleikann, frelsið og gleðina. En við eigum það samt sérstaklega með öllum hópum kirkjunnar, fyrr og síðar, sem hafa staðið vörð um frelsi og gleði kvenna bæði hversdags og spari, eins og Jesús talaði um og breytti allri stöðu okkar. Jesús stofnaði kvennakirkjuna og alla kvennahreyfinguna. Og við sem skrifum og lifum kvennaguðfræði höfum það sérstaka hlutverk, mitt í margvíslegum viðfangsefnum og misjöfnum frá einni okkar til annarrar.

Við skulum rifja það upp á tólf ára afmælinu hvaða hlutverk Kvennakirkjan okkar hefur. Hvað finnst þér?

Nú ætla ég að segja hvað mér finnst. Og biðja þig að hugleiða hvort þú ert mér sammála. Því það skiptir svo miklu. Það skiptir alltaf svo miklu að við tölum saman og uppörvun hver aðra til að móta stefnur, finna leiðir og njóta göngunnar. Við höfum gert það í tólf ár. Þess vegna höfum við gert allt sem við höfum gert í gleði og friði Guðs.

Ég tel að við getum orðað hlutverk okkar með þremur setningum.

Í fyrsta lagi urðum við […]