Kvennakirkjan heldur guðsþjónustu í Friðrikskapellu sunnudaginn 14. apríl kl. 20:00. Yfirskrift messunnar er Páskagleði á hverjum degi og Sveinbjörg Pálsdóttir guðfræðingur prédikar. Gengið verður til altaris og Kór Kvennakirkjunnar syngur undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi er á eftir messuna og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.