audurilitminnstSéra Björn Halldórsson í Laufási þýddi sálminn númer 38 í sálmabókinni:   Á hendur fel þú honum. Sálmurinn er sneisafullur af huggun og uppörvun.  Þegar ég syng hann heima breyti ég honum svo að hann sé um Guð vinkonu mína.  Það getur vel verið að Gerhardt sem orti hann og Björn sem þýddi hann hefðu ort um Guð vinkonu sína ef þeim hefði bara dottið það í hug.  Alla vega syng ég annað versið svona og þakka þeim skáldunum innilega fyrir sálminn.

Ef vel ég vil mér líði, mín von á Guð sé fest.

Hún styrkir mig í stríði og stjórnar öllu best.

Að sýta sárt og kvíða á sjálfa mig er hrís,

nei, ég skal biðja og bíða, þá blessun Guðs er vís.

 

Blíðar kveðjur,  Auður Eir