DallaEn nú brjótum við eggið, þetta táknræna og fullkomna form.  Brjótum það til þess að komast að málshættinum.  Og jafnvel þar gegnir eggið hlutverki sínu. Það gefur upp form sitt. Raunverulegt egg er brotið til þess að unginn geti byrjað sitt eiginlega líf og við brjótum súkkulaði eggið, því að óbrotið verður það engum til gleði.  Eyðilegging verður til lífs.  Lífið sigrar og hefur tilgang.  Þetta gerðist páskamorguninn fyrsta. Jesús dó en hann gaf lif og hann gaf von.

 

Með bestu kveðjum  Dalla Þórðardóttir