audurilitminnstJá, ég ætlaði að segja að fyrirgefningin tekur ekki af okkur frumkvæðið heldur hvetur okkur.  Við látum okkur ekki detta í hug að fyrirgefning Guðs geri okkur stikkfrí frá því að lifa lífinu með möguleikum þess og ómöguleikum.  Fyrirgefningin gerir okkur frjálsar til að mæta því sem við mætum, njóta lífsins og nota það, gera það sem þarf að gera og gera það vel.   Og taka því sem þarf að taka og standast það og horfast i hugrekki í augu við þá lífsreynslu sem við hefðum vilja komast hjá.    Eða hvað segir þú?

Blíðar kveðjur,  Auður Eir