yrsa-thordardottirYrsa Þórðardóttir skrifar frá Strassborg um náðina í kirsuberjatréinu og gleðina í radísunum.

„Í gær sótti ég radísurnar niður í ísskápinn í kjallaranum og bar þær á borð. Radísurnar frá Svartaskógi. Bragðið minnti mig á skólagarðana og gleðina af eigin uppskeru. Minnir mig á lokaritgerðina mína í guðfræði, um það hvort vinnan er blessun eða bölvun. Í sveita þíns andlits skaltu rækta radísur. Sumir segja að þetta sé blessun, ég held það. Með öðrum orðum, þú færð að uppskera radísur eftir allt erfiðið, og konur munu sannarlega þjást við að eignast börn, en gleðin eftir þjáninguna verður mikil. En þá kem ég að kirsuberjatrénu. Ég hef ekkert fyrir því, það bara kemur með nýja mynd á hverjum degi, svo fallegt. Nú eru að koma laufblöð innan um blómin. Ég hef ekki undan að undrast og fagna.“