audurilitminnstÞað er ýmislegt sem við getum gert til að styrkja og glæða heilsu okkar eins og við hugsum sem betur fer svo mikið um núna.  Ég er viss um að það allra besta til þess er að eiga morgunstund með Guði, henni sjálfri sem á alla veröldina og okkur og heldur svo mikið upp á okkur og sækist eftir hjálp okkar.  Í morgunstundunum tölum við bara saman, segjum henni það sem við viljum og hlustum á hana.  Við syngjum þetta svona í upphafi í guðþjónustunum okkar og Bára Grímsdóttir gaf okkur lag til að syngja við orðin.  Guð er auðvitað til viðtals á öllum tímum.

Við komun Guð til þín,

til að segja þér allt sem í hjartanu býr,

frá áhyggjum, sorg og gleðinni djúpu

og hlusta á þig svara, Guð.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir