Við lásum fyrsta kaflann hjá Markúsi í mánudagssamverunni okkar.  Við slógum því föstu að Jesús hafi gert bæði konur og menn að postulum.  Rök:  Það sést á upptalningu postulanna í öllum guðspjöllunum að þeir voru ekki bara tólf heldur fleiri.  Guðspjallamennirnir skrifuðu um konur sem Jesús fékk til að vinna með sér.  Það var ekki siður þá að skrifa um konur og þær voru réttindalausar og lítils metnar í þjóðfélaginu.  Það að guðspjallamennirnir töluðu um þær sýnir að þær voru mikilvægar í hópnum hjá Jesú.  Þær  hafa verið miklu fleiri en þær sem þeir nefna.  Þess vegna megum við vera handvissar um að það voru líka konur í síðustu kvöldmáltíðinni.  Blíðar kveðjur,  Auður Eir