huldahÍ Lútherstrúarlöndum er áhersla á menntun, og þar er aukin efnahagsleg velferð og félagsleg velferð.  Guð er vinur okkar í blíðu og stríðu og gengur með okkur lífsins götu.  Það er dýrmætt og gerir okkur styrk í gangi.  Það hefur áhrif á líf kristins fólks að vita sig elskuð og virt af Guði og skynja kærleika hans til þess.  Kristin trú breytir lífi okkar.  Hún hefur þau áhrif að við viljum segja öðrum frá Guði og kærleika hans til mannanna, og hjálpar okkur til að leita leiða til að umgangast fólk af skilningi.  Hætt er við að þau sem ekki trúa vilji grafa undan okkar trú.  Á því þurfum við að passa okkur.

 

Með bestu kveðjum,  Hulda Hrönn M. Helgadóttir