bibliaJóhannes 2. 13 – 25

Jesús fer að mótmæla

Jesús færir sig frá heimasviðinu út í heimssviðið og efnir til mótmæla. Hann var kominn til að segja að hann væri frelsari allrar veraldar, Guð komin til fólksins síns. Það var undirstaða alls sem hann sagði og gerði. Hann sagði það stundum hreint út en stundum í gátum eins og í þessum kafla. Hvaða baráttuaðferðir sýnist þér hann hafa notað? Mér sýnist hann hafa boðað og verið nálægur, sýnt vinsemd og gert kraftaverk. Og andmælt yfirvöldunum, sjaldnast eins og hér er sagt en oftast með því sem hann sagði. Hann vissi að þau gátu ekki þolað það en hann varð að segja það. Brjótið musterið og ég reisi það aftur á þremur dögum, sagði hann og meinti upprisuna. Ekki skildu fyrirmennirnir orð í þessu og vinkonurnar og vinirnir skildu það ekki fyrr en han reis upp. Jesús barðist alltaf fyrir málum sínum og naut alltaf lífsins í þeirri miklu baráttu. Hugsaðu þér öll boðin sem hann var í og hélt sjálfur.