bibliaJóhannes 8. 1 – 11
Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
Jesús lét sér ekki bregða. Hann fór til Olíufjallsins, líklega til að biðja. Svo kom hann snemma inn í borgina og hélt áfram að tala við þau sem söfnuðust í kringum hann og þau voru mörg. Þetta er hinn frægi kafli um konuna sem yfirmennirnir komu með til hans til að fá hann til að dæma hana fyrir siðferðisbrot eftir lögmálinu. Hann gæti ekki snúið sig út úr þessu en þeir gætu ákært hann hvernig sem hann brygðist við. En þeir gátu það ekki. Því hann sagði þessi gullnu orð: Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana. Þeir fór burt einn af öðrum. En Jesús talaði við konuna. Ég sakfelli þig ekki. Þú getur tekið upp nýtt líf, gerðu það.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)