biblia]Jóhannes  4. kafli

Fyrsti predikarinn sem Jesús sendi var kona

Jesús tók á sig krók til að hitta þessa konu.  Rabbíar eins og hann var töluðu ekki við konur á almannafæri og alls ekki útlenskar konur.  Þetta var algjört hneyksli og konan sá það sjálf og hvað þá vinir hans.  Ég held ekki að stelpunum í hópnum hafi ofboðið.  Og samverska konan var hvergi bangin.  Jesús gaf henni trúna.  Hún sá hver hann var og þá sá hún hver hún var.  Hún treysti honum og þá treysti hún sjálfri sér.   Af því að hann hafði trú á henni.  Hann var engum líkur og femínisti sem breytti heiminum.   Hann sagði við hana:  Hver sem drekkur af vatninu sem ég gef þyrstir aldrei aftur.  Því vatnið sem ég gef verður að lind sem streymir fram til eilífs lífs.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)