Örhugleiðing sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur

Hvert er uppáhalds jólaskrautið þitt?

     Flest eigum við okkur okkar uppáhalds jólaskraut.  Jólaskraut getur kallað fram gleði, notalegheit og jólatifinningu í huga okkar.   Og mörgum finnst heldur fátækleg jól án nokkurs jólaskrauts.  Við höfum mismunandi smekk á skrauti.  Sum eru t.d. meira ljósafólk á með önnur eru meira dúkafólk, sum eru meira fyrir einfalt handgert skraut á með önnur vilja glit og glans. Hvert er uppáhaldsjólaskrautið þitt?  Og hvers vegna er skrautið í uppáhaldi hjá þér?

     Norman Vincent Peale segir frá því bókinni Fjársjóður jólanna (Reykholt 1993) þegar hann hélt upp á jólin í Kenía 87 ára að aldri.  Ekki var hann beint jákvæður þegar fjölskylda hans kom með þessa hugmynd að búa í tjaldi um jól innan um villt dýr.  Aðstæður voru frumstæðar og sólarhiti.  Hann varð andvaka þarna úti vegna þess að ekkert minnti hann á jólin, engin jólatré og engin jólaljós.  Hann var dapur í bragði.  Svo kom að jólunum.  Þá var fjölskyldan sett niður við árbakka svo hún gæti horft á tvo hirða gæta nautgripa.  Þessi friðsæla sýn vakti með honum viðkvæmni, því þarna tengdi hann við fjárhirðana í Betlehem og einfaldleika jólafrásögunnar.  Hann fékk fullkomna vissu og frið fyrir því að þar sem jólin væru annars vegar, skiptir umhverfið ekki neinu máli.  Andi Guðs væri nefnilega alls staðar.  Skrautið væri umbúðirnar um hið raunverulega djásn, sem er að Guð hefur í lotið að mannheimi í litlu barni, til að gefa þeim af kærleika sínum.