AudurIngaminnstÁ hverjum morgni vakna ég með gleði í hjarta. Það koma þó þeir dagar sem mér er þungt fyrir hjarta vegna erfiðra verkefna sem bíða dagsins  en man þá að ég á mér góðan förunaut, Guð almáttugan sem fylgir mér allan daginn, sama hversu erfið verkefnin verða. Ég byrja hvern morgun með því að kveikja á kerti og biðja fyrir þeim sem mér eru kærir. Bið svo fyrir sjálfri mér og þá veit ég að dagurinn verður góður því kærleiksrík er Guð og hún fylgir mér í dag og alla daga styður mig og styrkir  hvert sem liggur leið. Hver dagur verður þá sem ævintýri.

Bestu kveðjur,  Auður Inga