Nú er siðbótarárið mikla, 500 ár síðan Lúter kom fram með stórkostlega siðbót sína.  Hann sagði að við skyldum ekki treysta siðum og hefðum heldur trúnni.  Það breytti kirkjunni og gaf hverri einustu manneskju sem það vildi þiggja sannfæringu um að hún ætti frið og uppörvun Guðs.  Guð myndi styðja hana til að nota trú sína í öllu daglegu lífi sínu.

Síðan eru 500 ár.  Hvað segjum við núna?  Við skulum  tala saman um það.  Ég hef sagt að ég held að það séekki sem verst fyrir okkur að halda áfram eins og við  höfum gert.  Standa staðfastar í trú okkar og gleðjast yfir henni og nota hana í öllum dögum okkar.  Við skulumhalda áfram að tala saman og efla trú okkar, dýpka hana og víkka og gera okkur betur og betur grein fyrir þvi hvað hún er.  Við skulum dýpka guðfræði okkar og við skulum vinna þau verk sem við getum í trúnni.

Eða hvað finnst þér?

Ég held að þetta sé svo gagnlegt.  Af því að ég er handviss um að það hefur mikil áhrif.  Við berum allar með okkur trausta og glaðlega trú okkar út í daglegt lífið og höfum áhrif í kringum okkur.  Og það gera aðrir hópar líka.  Svo í sameiningu breytum við heiminum.  Og það held ég nú að  sé áframhaldandi siðbót.

Blíðar kveðjur, Auður Eir.