audurilitminnstÞetta stóð alltaf á rauðu jólapottunum Hjálpræðishersins sem var safnað í fyrir jólin.   Ég ætla að stinga upp á því að við segjum þetta svona í dag:  Hjálpaðu mér Guð til að hjálpa sjálfri mér.  Hvað finnst þér um það?     Það gerist allt mögulegt í  daganna framgangi, líka þegar við erum alls ekki stórlega miður okkar heldur bara heldur glaðlegar.   Við getum samt misst móðinn af einu og öðru.  Og þá –  þá kemur það okkur til góða að vita að Guð hjálpar okkur þegar við hjálpum okkur sjálfar.  Við gerum eitthvað til að koma okkur aftur á sporið, bara eitthvað,  og við förum aftur að ráða við daginn.  Og ef við ráðum nú samt ekki við daginn í dag kemur góði dagurinn bráðum.  Og enn vitna ég í Steinunni okkar Pálsdóttur sem segir svo oft um Guð vinkonu okkar:  Hún brallar svo.  Yndislegt segi ég.  Ég hugsa að þú segir það líka.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir