audurilitminnstVið ætlum að hafa altarisgöngu í messunni
á sunnudaginn kemur og sjá hvort þau í
Bernhöftsbakaríi gefa okkur brauð til
skreytingar. Svo ætlum við að leggja það
til að við sjáum þær miklu heimsendingar
sem við fáum frá Guði í hverju morgunkaffi.
Af því að með brauðinu í morgunkaffinu er
sending frá Guði með algjörri fyrirgefningu
á öllum stærðum af mistökum okkar.

Geturðu hugsað þér að þú takir brauðið á
morgnana sem kveðju frá Guði með hvatningu
til að þiggja fyrirgefningu hennar til dagsins
og fyrirgefa sjálfri þér?
Og kaffið sem óskir hennar um góða ferð
út í daginn í frelsinu og gleðinni sem hún gefur
þér til þess sem bíður þín?
Hvað segirðu um þetta?

Blíðar kveðjur, Auður