Jólaguðþjónusta í Háteigskirkju sunnudaginn 27.  desember klukkan 14, klukkan tvö

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.  Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu.  Kristín Stefánsdóttir syngur jólasálma.  Við syngjum allar jólasálma í jólaljósum kirkjunnar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar leiða okkur.  Á eftir drekkum við jólakaffi og þær sem sjá sér fært koma með góðgerðir og við þökkum þeim allar innilega.