audurilitminnstHvaða hag hefur ríkið af tengslunum við þjóðkirkjuna sem Dalla talaði um í sinni kveðju?  Það er blessun fagnaðarerindisins.  Með þessum tengslum er það tryggt að fagnaðarerindið er boðað um allt landið, kirkjan starfar alls staðar, hún er alls staðar nálæg og allt fólk getur notið þjónustu hennar, hvort sem það tilheyrir henni eða ekki.  Kristin trú er uppspretta gæða daglegs lífs.  Uppsprettan er þar en ekki hjá sjálfum okkur.  En við fáum að njóta gæðanna og nota þau með Guði vinkonu okkar.  Við fáum þá blessun að verða öðrum blessun og þiggja blessun þeirra.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir