AEVminnstÉg valdi okkur þetta vers úr Davíðssálmi, 121.8, sem haustversið í byrjun starfsins og nýrrar byrjunar í lífi okkar með haustinu.  Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu, héðan í frá og að eilífu.  Við erum alltaf að byrja á nýju og nýju til tilbreytingar og endurnýjunar.  Nú varðveitir Guð okkur í útgöngu okkar úr sumrinu og inn i haustið.  Versið var haft yfir þegar við vorum skírðar og hefur alltaf fylgt okkur.  Guð hefur alltaf fylgt okkur, inn og út úr tímabilum og hugarhræringum og hverju sem er.  Það er svo stórkostlegt að ekki verður orðum að komið.

Hún blessar okkur þegar við göngum inn til hennar sem á bæði tímann og eilífðina og stjórnar Guðsríkinu.  Þú veist hvernig það er.  Við komum inn fyrir dyrnar og hún tekur strax á móti okkur, sest hjá okkur og hlustar og svarar.  Hún hlustar á allt og skilur allt og á alltf ráð.

Biðjum hver fyrir annarri. Biðjum fyrir þeim sem eiga í erfiðleikum núna og fyrir þeim sem eiga góða tíma í haustinu.  Jónas skrifaði í spádómsbókina sína, 2.8, að bænir okkar komi til Guðs og mér finnst ég geti séð þær koma inn úr gættinni og setjast við borðið hjá henni, litlar og fallegar og ná ekki niður á gólf.  Og hún sest hjá þeim og hlustar á þær og tekur málið að sér.

Blíðar haustkveðjur,  Auður