Við höldum áfram að rekja bókina okkar Göngum í hús Guðs.
Á eftir upphafsorðunum koma þakkir fyrir fyrirgefningu Guðs.  Þessi fyrirgefningarbæn var samin í Kvennakirkjunni árið 2021:
Guð fyrirgefur okkur.  Við skulum hætta að burðast með byrðar sem Guð hefur tekið af okkur.  Við skulum taka á móti gleðinni sem Guð gefur okkur.  Þorum að vera reisnarlegar og glaðværar.  Heyrum hvað Guð sagði fólkinu sínu á leið þess til fyrirheitna landsins:  
Nú legg ég fyrr þig veg lífsins og veg dauðans.  Veldu nú lífið.
Blíðar kveðjur,  Auður Eir