Ég fékk bók eftir konu sem er doktor í guðfræði í Svíþjóð. Bókin ersamtal hennar og Guðs og mér fannst hún frábær. Hún hugsar sér að Guð segist alls ekki vera almáttug og við þurfum ekki að kenna sér um ófarir heimsins og okkar sjálfra því hún hafi gefið okkur frelsið til að stjórna eigin lífi. Ófarirnar stafa af því að við völdum ekki hana heldur okkur sjálf og það olli henni miklum vonbrigðum og sársauka. Kannski var það bjartsýni sem ég átti aldrei að hafa að gera þetta svona. En ef þið eruð ekki frjáls eruð þið ekki manneskjurnar sem ég skapaði. Sagði Guð. Og segir skýrt og greinilega að hún elski okkur og hafi alltaf gert og munialltaf gera og við skulum aldrei efast um það.

Þetta þótti mér gaman að lesa. Af því að ég gæti ekki hugsað mér að leggja Guði þetta í munn. Ég er handviss um að hún er algjörlega almáttug og tekur þátt í öllu okkar lífi frá einum  morgni til annars. Og þjáist með okkur þegar við ráðum hvorki við eitt né annað. Og gleðst þegar við gerum það nú samt. Sem ersvo oft.

Hvað segir þú? Njótum aðventunnar í trú okkar á Guð, okkur og hin og finnum frið og gleði í trausti okkar til Guðs vinkonu okkar sem kom til okkar og var Jesús frelsari okkar. Það er nefnilega svoleiðis. Alveg áreiðanlega. Og Guði sé lof fyrir það.

Gleðilega aðventu, Auður