Loading Map....

Tímasetning
Mánudagur
30. september 2013
19:30 - 21:00

Staðsetning
Kvennakirkjan


Þú ferð með sjálfri þér hvert sem þú ferð.  Í öllu daglegu lífi, með hverjum sem þú ert og í öllu sem þú gerir, hversdagslegu og  sérstöku, erfiðu og góðu.
Hvað þarftu til þess?
Þú þarft að hafa sjálfa þig á hreinu.
Þú þarft að sjá hvað þú hefur ekki á hreinu.
Og hvað gleður þig og uppörvar.
Sjáðu hvað þig langar að gera betur.
Sjáðu  hver þú ert.
Þú ert yndisleg manneskja og vinkona Guðs.
Þú ert leiðtogi af því að þú ert vinkona Guðs.
Þú heldur áfram í lífi þínu, mild og máttug.  Og hún er með þér.

Námskeiðið er byggt á ráðleggingum Fjallræðunnar:   Treystu Guði hvaða tilfinningar sem fylla hjarta þitt.  Vertu hugrökk, friðsöm og umburðarlynd.  Ekki láta uppspunnar ásakanir særa þig lengi.  Ekki vera dómhörð, heldur ekki um sjálfa þig.  Hugsaðu oft um það góða sem þú átt.  Trúðu ekki öllu. Trúðu Jesú.

Námskeiðið er í Þingholtsstræti 17 byrjar mánudaginn 30. september og stendur til 28. október,
í  fimm kvöld, frá klukkan 19.30 til 21,  frá hálf átta til níu.
Það kostar 5000 krónur með námskeiðsbók.

Vertu innilega velkomin og skráðu þig á kvennakirkjan@kvennakirkjan.is eða í síma 5513934.