Ég hitti vinkonu okkar á Laugaveginum og við tókumst tali um lífsins gagn og nauðsynjar og auðvitað veðrið sem er þó stór þáttur lífsins gagni. Hún sagðist vera uppgefin á fréttunumog að sér liði betur þegar hún hlustaði lítið og læsi varla blöðin.
Nú hófust glaðlegar umræður okkar um okkar eigin fréttaskrif. Sem við stóðum í sólargeislunum á Laugaveginum sáum við skýrt og greinilega að það er lang best að við sköpum okkar eigin fréttir og af okkar eigin lífi og sjáum sjálfar um að þær séu góðar. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að vera að láta það trufla okkur sem við ráðum hvorki í einu né öðru en annað fólk ráðskast með þótt það komi okkur sumt við en annað ekki?
Okkur þótti auðsætt að við kæmum lífsins gagni og nauðsynjum best með því að ganga okkar eigin veg í gleði og bjartsýni því það hefði best áhrif á allt í kringum okkur.
Hvað segir þú, góða vinkona í Kvennakirkjunni? Ég sendi okkur þessi gullvægu orð sem Guð sendi okkur í Gamla testamentinu: Veldu lífið. Þau standa í 5. Mósebók. 30.19. Og rétt á eftir stendur: Þú skalt elska Guð, því líf þitt er komið undir því.
Ekki er það flókið. Við elskum Guð. Af því að hún elskarokkur. Og lífið kemur til okkar dag eftir dag í rigningu og sól, erfiðleikum og gleði. Eins og við höfum alltaf séð.
Blíðar kveðjur, Auður