Námskeiðin halda áfram – syndin er næst !

Mánudagsnámskeið Kvennakirkjunnar halda áfram í Þingholtsstrætinu kl. 16:30. Næstkomandi mánudag, 2. október kemur Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir til okkar og ræðir við okkur um Syndina.  Þú ert velkomin!

By |27 september 2017 18:39|Fréttir, Óflokkað|

Fyrsta guðþjónusta vetrarins í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ

Fyrsta guðþjónusta vetrarstarfs Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 10. september kl. 20:00. Séra Auður og Séra Arndís  sjá um messuna og sú síðarnefnda prédikar. Söngkonan Þórunn Guðmundsdóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir tónlistina og kvennakirkjunkonur syngja. Svo verður kaffisamsæti í skrúðhúsi kirkjunnar að messunni lokinni. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti  fá alúðarþakkir.   Þetta verður yndisleg messa og alveg sérstaklega ef þú kemur.

By |6 september 2017 20:39|Fréttir, Óflokkað|

Nú er okkar tími

Við eigum  tækifæri til að vera frjór jarðvegur, sem tekur við orði Guðs og lifir eftir

því. Skoðið þið ekki stundum gömul myndaalbúm?  Þegar fáir áttu myndavélar, var vandað til þess þegar taka átti mynd; fólkið í húsinu er komið undir suðurvegg, auðvitað valinn blíður sumardagur. Stundum er myndin frá fermingardegi eða öðrum hátíðardegi.En stundum hefur hún verið tekin á virkum degi, húsfreyjan og stúlkurnar enn með svunturnar, karlmenn á skyrtunni,  amma heldur á yngsta barninu, sem pírir augun við sólskini og framtíð.

Öll frátekin. Öll með sérstakt hlutverk og stað í tilverunni. Það er dygð að skila sínu hlutverki og vera trú eða trúr því sem manni er falið.

 

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir

By |18 október 2016 20:26|Óflokkað|

Í fyrirgefningunni er frelsið til að byrja upp á nýtt

 

Já, ég hef verið að viðra hugmyndir um fyrirgefninguna og framkvæmdirnar.  Ég kæri mig ekkert um fyrirgefningu, sagði kona sem ég talaði við, ég vil komast af við þetta sjálf.  Mér finnst það draga allt sjálfstæði úr kristnu fólki sem ætlar að fela sig bak við Guð.  Sagði hún.  Og hún verður auðvitað að segja það sem henni býr í brjósti.  En sannleikur fyrirgefningarinnar  sem kristin trú segir okkur frá var og er og verður alltaf sannleikurinn um fyrirgefningu Guðs.  Hún er frelsið til að byrja hvern dag upp á nýtt, í splunkunýrri trú á að við munum gera góða hluti í dag, einfaldlega af þvi að við erum vinkonur Guðs.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |8 september 2015 21:20|Óflokkað|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 3. 3

Engin geta séð Guðs ríki nema þau endurfæðist

Endurfæðingin er boðuð í mörgum hópum kirkjunnar og sagt að við skulum gefast Jesú í eitt skipti fyrir öll og lifa eftir því upp frá því.  Það verða straumhvörf í lífinu og við getum rakið þau til tiltekinnar stundar.  Í öðrum hópum er sagt að við höfum alltaf tilheyrt Jesú vegna þess að hann tók á móti okkur í skírninni.  Hvað finnst þér?  Ég tel að við höfum alltaf tilheyrt Jesú og hann hafi staðfest það í skríninni.  Við eigum að taka afstöðu til þess, treysta því að í Jesú er Guð komin til okkar.  Við eigum að gera okkur grein fyrir afstöðu okkar.  Við eigum að standa við það  að okkur kristnu fólki er falið að lifa í trú okkar og boða hana og það er undirstaða og gleði lífs okkar.

By |28 febrúar 2015 23:19|Dagleg trú, Óflokkað|

Áframhald uppgjörsdaga til páska

Ég ætla að leggja það til að við teljum það upp fyrir okkur sem við sjáum eftir.  Að við segjum ekki bara að við sjáum eftir hinu og þessu og svona sé nú lífið. Það er auðvitað svona,  eins og við vitum allar.  En það er engin endastöð að segja það.  Endastöðin er nokkrum stoppistöðum lengra.  Þær eru merktar með:  Nefndu það, horfstu í augu við, gerðu það upp við þig, taktu á móti fyrirgefningu Guðs, fyrirgefðu sjálfri þér,
haltu áfram í nýrri  gleði.

Blíðar kveðjur,  Auður

By |17 mars 2014 10:37|Dagleg trú, Óflokkað|

Útimessa í Öskjuhlíð

Sunnudaginn 11. ágúst verður Kvennakirkjan með útimessu í Öskjuhlíð sem hefst kl. 16:00. Við hittumst við inngang Perlunnar og göngum saman um Öskjuhlíðina. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur hugleiðingu og við syngjum saman undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.

By |8 ágúst 2013 14:12|Fréttir, Óflokkað|