yrsa-thordardottirEinu sinni týndi ég hönskunum mínum góðu og hlýju. Nema hvað, á köldum haustdegi kom vinkona mín í heimsókn með þessa líka fínu hanska, sem hún sagðist hafa fundið heima í skáp í forstofunni og hefði ekki hugmynd um hver ætti. Ég fór í þá og fann hlýjuna af hennar höndum í mjúku kanínufóðrinu og sagðist eiga þessa hanska. Hún var bráðfegin að hafa látið sér detta i hug að setja þessa alltofstóru hanska á sig einmitt þennan dag. Og  ég var fegin að finna þá og hlýju vináttu okkar. Guð gefur okkur mörg slík andartök í lífi okkar, þegar við finnum vináttu Guðs og vináttu almennt, sem gefur okkur styrk. Og tækifæri til að hlæja og gleðjast. Mér finnst ómetanlegt að eiga slíkar minningar og ég þakka Guði hvern daga fyrir vináttuna.

Með bestu kveðjum

Yrsa Þórðardóttir