arndisSnjallsímar eru til margs brúklegir. Margir þekkja hversu gott er að gæjast í þá þegar þarf að bíða og láta tímann líða. Hvernig væri að nota tækifærið næst þegar þú þarft að láta tímann líða og biðja fyrir símaskránni , ekki kannski öllum á já.is – heldur bara fólkinu í símaskránni í símanum þínum. Í henni eru væntanlega öll þau sem þér eru kærust og skipta þig mestu máli. Þar er líka þau sem hafa kennt þér, veitt þér aðstoð og kannski einhver sem hafa hjálpað þér á ögurstundu. Kannski eru þar líka einhver sem þú hefur ekki hugsað til lengi eða jafnvel þau sem þú veist að þú heyrir aldrei í aftur. Þú gætir byrjað á A eða Ö eða bara skrollað og látið tilviljunina ráða, tekið einn bókstaf á dag eða valið tvö fólk í hverri viku –  Spurning um að prófa næst þegar þú ert að fikta í símanum ! Biðjið án afláts (Fyrra Þessaloníkubréf 5:17) líka með snjallsímanum !

Með kærleikans kveðju Arndís Linn