bibliaJóhannes 2. 1 – 12

Fyrsta veisluþjónusta Jesú

Jesús var í brúðkaupi og breytti vatni í vín eins og mikið er vitnað til. Það var fyrsta kraftaverkið sem hann gerði. Han gerði það í hópi vina og fjölskyldu og fyrir hvatningu mömmu sinnar. Hún, húsfreyjan, vissi hvað það hefði verið erfitt fyrir brúðhjónin ef veitingarnar hefðu ekki verið nógar. Það gæti sýnst að Jesús hafi svarað mömmu sinni púkalega að ekki sé meira sagt. En það er útilokað. Hann hefur verið að segja: Mamma mín, ég veit þú veist hver ég er og vilt mér alltaf allt það besta. En viltu nokkuð vera að trana mér fram núna? Auðvitað fór hann að ráðum hennar og það var best. Ætli hann hafi ekki stundum hugsað til hennar seinna í öllum boðunum sem hann hélt sjálfur?

Jóhannesarguðspjall mun smátt og smátt birtast hér (smellið á hér)