Þetta er áframhald af því sem við höfum skrifað úr bók okkar Göngum í hús Guðs. 
Í lokin flytjum við blessunarorð sem prestarnir flytja eða við flytjum allar saman.
Ein eru eftir prest okkar séra Arndísi G. Bernhardsdóttur Linn:
Guð sem skapaði þig og elskar þig segir við þig:  “Treystu mér”.
Fyrstu blessunarorðin sem við fluttum eru þessi og ég skrifaði 1993:
Guð sem skapaði þig til að vera frjáls, blessar þig.
Jesús sem frelsar þig svo að þú getir skapað með Guði, blessar þig.
Heilagur andi sem vekur þig með kossi á hverjum morgni
og er hjá þér allan daginn og alla nóttina, blessar þig.  Amen.
Blíðar kveðjur,  Auður Eir