Einn mánudag í mánuði koma Alla og Anna Sigga í Þingholtsstræti og syngja með okkur sálma úr nýju sálmabókinni. Fyrsta söngstund haustsins verður mánudaginn 2. október klukkan 16.30. Á eftir borðum við saman mat sem séra Auður Eir hefur eldað. „Að borða saman breytir öllu“ er hennar bjargfasta trú og um það erum við sammála. Vertu innilega velkomin.