Stofur okkar  í Þingholtsstræti eru þaulvanar útgáfustofur. Þar gaf Þorsteinn Gíslason ritstjóri út blöð og bækur.   Svo við vitum eitthvað um hann þá bjó hann í húsinu og sálmurinn um liljuna er  frá honum og líka kvæðið Ljósið loftið fyllir.    Nú njótum við þess  hæfileikaríka og þrautþjálfaða andrúmslofts sem andar  frá öllum veggjum.   Við gáfum hér út bók okkar Bakarí Guðs  á síðast liðnu ári. Nú höfum við gefið út Fyrsta hefti  í Ritröð Kvennakirkjunnar. Heftið heitir Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi og er um ráðleggingar Fjallræðunnar til daglegs brúks.  Það er nú námskeiðsefni á fyrsta námskeiði haustsins þar sem 12 konur lesa það saman.   Næsta hefti verður  um guðþjónustur okkar. Aðallheiður Þorsteinsdóttir söngstjóri okkar er prentsmiðjustjóri.