Prédikun við Þvottalaugarnar 19. júní 2008

Guð fílar fjölbreytni – sagði góður maður við mig á dögunum. Umræðuefnið var ekki fjölbreytni mannlífsins heldur fjölbreytni náttúrunnar í allri sinni dýrð, sem vísindamenn kalla líffræðilega fjölbreytni. Vel að orði komist, hugsaði ég.

Í heimi þar sem sífelldar og stöðugar tilraunir eru gerðar til þess að fella allt í sama mót og umburðarlyndi fyrir því sem talið er öðru vísi er af skornum skammti er gott að leiða hugann að óendanlegum fjölbreytileika sköpunarinnar.

Verk guðs er fyrir augum okkar alla daga og hvert sem við förum. Og ólíkt sumum mannanna verkum þá virðist guð aldrei klikka. Hún vandar sig.
Predikun Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, í messu kvennakirkjunnar við þvottalaugarnar í Laugardal 19. júní 2008.

Guð fílar fjölbreytni – sagði góður maður við mig á dögunum. Umræðuefnið var ekki fjölbreytni mannlífsins heldur fjölbreytni náttúrunnar í allri sinni dýrð, sem vísindamenn kalla líffræðilega fjölbreytni. Vel að orði komist, hugsaði ég.

Í heimi þar sem sífelldar og stöðugar tilraunir eru gerðar til þess að fella allt í sama mót og umburðarlyndi fyrir því sem talið er öðru vísi er af skornum skammti er gott að leiða hugann að óendanlegum fjölbreytileika sköpunarinnar.

Verk guðs er fyrir augum okkar alla daga og hvert sem við förum. Og ólíkt sumum mannanna verkum þá virðist guð aldrei klikka. Hún vandar sig.

En hvað segir umgengni mannsins um náttúruna okkur um samband hans við guð almáttuga?
Svokallaðir eco-femínistar segja stöðu umhverfismála endurspegla 5 þúsund ára gamalt feðraveldi – patríarki – sem enn lifi góðu lífi þótt 20. öldin hafi fært konum réttindi sem þær aldrei höfðu áður, m.a. kosningaréttinn sem við fögnum í dag.

Ekófemínistar segja valdakerfi feðraveldisins – sem alltaf hefur byggst á kúgun kvenna – endurspeglast í viðhorfi feðraveldisins til náttúrunnar. Með öðrum orðum að náttúruna þurfi að brjóta undir […]