Næsta messa Kvennakirkjunnar verður haldin með Fríkirkjunni í Hafnarfirði  sunnudaginn 19. október kl.14. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Gréta H. Sigurðardóttir segir frá trú sinni og Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu. Í messunni verður mikið sungið undir stjórn Arnar Arnarssonar og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Að venju verður hægt að kaupa ljúffengt kaffi í safnaðarheimilinu að messunni lokinni.