Í messunni Kvennakirkjunnar í Dómkirkjunni nú 6. apríl söng Anna Sigga sálm Vilborgar Davíðsdóttur  Fyrir ljósi myrkrið flýr.   Þar segir Vilborg frá huggun Guðs sem við eigum vísa í sorg okkar.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir söngstjóri okkar samdi lagið við sálminn og okkur þótti hvort tveggja og flutningurinn mikill viðburður og fögnuðum vinkonum okkar hjartanlega. Á myndinni sjást Aðalheiður og Vilborg í góðum hópi kvenna.