Í tilefni af kvennadeginum, miðvikudaginn 19. júní verður haldið seminar kl. 10-12 um kvenréttindakonur og leiðtogafræði í húsnæði Kvennakirkjunnar, Þingholtsstræti 17.

Seminarið leiðir dr. Carolyn Crippen, sem hefur sérhæft sig í sögu vestur-íslenskra kvenna og leiðtogafræðum, sér í lagi þjónandi forystu. Hún mun tala um hvort tveggja, en einnig hefur hún stundað rannsóknir á sviði menntamála.

Eftir seminarið er á döfinni að sameinast í hádegisverði á Hannesarholti.