Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Garðakirkju á Álftanesi sunnudagskvöldið 8. maí kl. 20:00. Signý Gunnarsdóttir og Sólveig Hannesdóttir segja frá trú sinni. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar leiða okkur í undursamlegum sálmum.

Á eftir verður kaffi í litla fallega húsinu Króki. Þær sem sjá sér fært að færa okkur veitingar sem
við getum borðað úr servéttunum okkar fá alúðarþakkir