Kvennakirkjan býður til guðþjónustu í Grensáskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 20. Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir tónlist ásamt kórfélögum Kvennakirkjunnar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.
Boðið verður til messukaffis að guðþjónustunni lokinni. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti á kaffiborðið fá alúðarþakkir.