GLEÐILEG JÓL

Guð gefi okkur öllum gleðileg jól. Með frið í hjarta okkar, eftirvæntingu eftir því sem
bíður okkar og þakklæti fyrir það sem er liðið.  Það er gott að hugsa við kertaljósin.  Þá finnum við friðinn sem umlykur okkur einmitt núna.  Núna á þessari aðventu og þessum jólum.  Kannski hugsum við um það sem hafði áhrif á okkur einu sinni, það sem var gott og það sem var ekki verulega gott.  Það hefur áhrif á okkur núna.  Og á það sem við gerum á árinu sem bíður eftir því að við sláumst í hópinn.  Er ekki gott að segja það við sjálfar okkur að það sem var ekki gott er búið? Það er farið.  Guð tók hugsanirnar um það frá okkur.  En það sem var gott er ekki farið.  Guð geymir það fyrir okkur og gefur okkur minningarnir.  Þess vegna er gott að eiga friðinn núna, djúpan og yndislegan.  Og vænta góðrar framtíðar.  Það er allt gjöf Guðs vinkonu okkar sem elskar okkiur.  Hún elskar fólkið okkar nær og fjær og gætir að því. Hugsum hver til annarrar og biðjum hver fyrir annarri.  Tökum einu sinni enn á móti jólagleði Guðs.  Það er yndislegt.

Gleðileg jól og blíðar kveðjur,  Auður Eir