Hallfríður Ólafsdóttir tók þátt í margbreytilegum og fallegum tónleikum KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, í Hörpunni, sunnudagskvöldið 2. mars. Hallfríður  stjórnaði félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem lék Eld eftir Jórunni Viðar.  Eldborg var full af glöðu fólki sem fagnaði Hallfríði ákaflega og klappaði lengi.  Hallfríður er fyrsta íslenska konan sem stjórnar sinfóníuhljómsveitinni !!! Hér má sjá umfjöllun um Hallfríði og tónleikana.

Elsku Hallfríður

Kvennakirkjan þakkar þér innilega fyrir tónleikana.   Það var ógleymanlegt fyrir okkur sem sáum þig og við og allar hinar sendum þér hamingjusóskir.