Annar fundurinn  sem við höldum með Félagi prestvígðra kvenna og Örþingsnefnd þjóðkirkjunnar var mánudaginn 21. nóvember kl. 16.30 og þá fara námskeiðskonur okkar þangað og taka þátt í umræðunum.

Agnes biskup og Steinunn Arnþrúður prestur  í Neskirkju kenndu okkur aðferðir til að ná niðurstöðum á fundum.  Það var frábært og friðsælt og gott að sitja saman í loftstofunni á Biskupsstofu. Í janúar kemur Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona og segir frá málverkasýningu sinni sem er nú í Neskirkju.