Næsta guðþjónusta  Kvennakirkjunnar verður í Garðakirkju á Álftanesi sunnudagskvöldið 18. maí klukkan 20.  Athugum að nú höfum við aftur kvöldmessu. Margrét Guðmundsdóttir  segir frá trú sinni. Svava Bernharðsdóttir leikur á fiðlu, Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar um feginleik léttisins og Anna Sigríður Helgadóttir stjórnar sálmum. Á eftir drekkum við kaffi í litla fallega húsinu í Króki
Þær sem sjá sér fært að koma með kaffibrauð fá alúðarþakkir.