Næsti kafli í bók okkar Göngum í hús Guðs fá eftir kaflanum um blesssunin eru bænir og ljóð
Ein bænin er eftir séra Elínu Hrund Kristjánsdóttur:
Nærvera Guðs umlykur okkur alla daga.  Nærvera hennar felur í sér vináttu og blessun, fyrirgefningu og frið.  Við komum fram fyrir Guð og segjum henni það sem býr í hjarta okkar.  Hún hlustar á okkur og hjarta okkar fyllist gleði og styrk hinnar kristnu trúar vegna þeirrar fullvissu að Guð gengur með okkur í gegnum lífið.  Við öðlumst fyrirgefningu hennar og þess vegna getum við fyirgefið okkur.  Við lifum í fyrirgefningu Guðs og nærveru hennar, frelsi og friður umlykur okkur alla daga.
Blíðar kveðjur, Auður Eir